Frá árinu 2003 höfum við boðið upp á vandað og ýtarlegt vinnuvélanám. Námskeiðið heitir Grunnnámskeið vinnuvéla og gefur réttindi til verklegs prófs á allar gerðir vinnuvéla og allar gerðir krana.
Inntökuskilyrði:
Viðkomandi verður að vera 16 ára eða eldri (fyrir bóklegt nám) og hafa ökuréttindi á bifreið (verklegt nám).
Kennslutilhögun:
Kennsla fer fram um helgar og tekur mið af því að ekki þurfi að taka sér frí frá vinnu. Hvert námskeið er 3 helgar og er hver helgi um sig sjálfstæð eining (Stig 1, Stig 2 und Stig 3). Það veldur því að hægt er að dreifa námskeiðinu á lengri tíma ef nemandanum hentar.
Verð: Bóklega námið kostar kr. 88.000.-. Kennsluefni er lánað meðan á námskeiði stendur. Hægt er að kaupa námsgögnin og kosta þau 10.000 krónur.
Greiðslufyrirkomulag:
Mörg stéttarfélög styðja sína félagsmenn í námskeiðið og því er rétt fyrir þig að kynna þér það í þínu félagi. Best er að semja beint við skólann um greiðslutilhögun. Eina reglan er sú að greiðsla verður að hafa borist eða um hana samið fyrir próftöku.
Verkleg kennsla og verkleg próf á vinnuvélar / krana:
Verkleg kennsla fyrri vinnuvélaar og/eða krana fer fram hjá atvinnurekanda. Eftirlitsmenn frá Vinnueftirlitnu annast síðan framkvæmd verklegra prófa. Hægr er að taka þau í vélahermi hjá Vinnueftirlitinu eða á vinnuvél/krana hjá atvinnurekanda. Réttindaflokkarnir eru nokkrir og hver þeirra kostar kr. 6.800 og skírteinið sjálft kostar kr. 6.000. Rétturinn til próftöku fyrnist ekki. Einnig er hægt að bæta í skírteinið síðar meir eftir þörfum. Best er þó að gera þetta eins fljótt og aðstæður leyfa.
Kennar:
Kennarar hafa starfað við vinnuvélar í fjölda ára og búa yfir gríðarmikilli reynslu í stjórn, meðferð og umhirðu vinnuvéla.
Hvar kennt:
Á höfuðborarsvæðinu er kennt að Þarabakka 3, 109 Reykjavík sama hús og sami inngangur og Frumherji. Einnig er kennt á öðrum stöðum á landinu eftir eftirspurn.
Talsett vinnuvélanámskeið á netinu
Eingöngu námskeið á netinu eins og er.
Vélaskólinn.is
05 maí 2023 kl. 18:00
Til að skrá þig á námskeið, sendu tölvupóst á ovs@ovs.is. Fram þarf að koma upplýsingar um námskeið og dagsetning þess, nafn og símanúmer.
To register for a course, send an email to ovs@ovs.is Remember to make clear what kind of course you want to register for and the date. Also include your name and phone number.